Vilt þú að fagmenn sjái um sölu á eigninni þinni?

Íslenska fasteignasalan var stofnuð á vordögum 2016 í kjölfar mikilla breytinga á lagaumhverfi fasteignasala sem miðar að því að auka fagmennsku þeirra sem fara með sölu fasteigna. Stofnendur eru Guðrún Hulda Ólafsdóttir hdl. löggiltur fasteignasali og Elín Viðarsdóttir löggiltur fasteignasali. Báðar höfum við farsæla reynslu við sölu fasteigna á annan áratug og samræmist umrædd lagabreyting okkar helsta markmiði sem er að sjá til þess að viðskiptavinum okkar, seljendum og kaupendum, sé ávallt tryggð fagmennska. Við leggjum áherslu á traust, hlýlegt andrúmsloft og vönduð vinnubrögð í öllu ferlinu.

Við bjóðum okkar viðskiptavinum upp á heildstæða þjónustu við kaup og sölu fasteigna.

Starfsmenn

Guðrún Hulda Ólafsdóttir hdl.
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali
SJÁ NÁNAR